Vinningshafi úr seinasta leik okkar er Sigríður Sigurðardóttir.
Hún hefur unnið tvö gjafabréf á veitingastaðinn Gló og getur nú boðið einhverjum með sér í Yfirnáttúrulegan mat með kaffi og eftirrétt að eigin vali.
Í þessari viku ætlum við hinsvegar að gefa einum heppnum aðila gjafabréf að andvirði 3000kr á veitingastaðinn Serrano.
Serrano hafa merkt öll þau hráefni á staðnum sem henta vegan.
Gjafabréfið er þeim eiginleikum gætt að það er “opið”, það er að segja, það þarf ekki að nota það allt í einu heldur getur vinningshafi verslað nokkrum sinnum með sama gjafabréfinu, allt þar til að inneignin er búin.
Þannig ræður viðkomandi hvort hann bjóði einhverjum með sér eða mæti nokkur skipti.
Að því loknu er hægt að nota gjafabréfið til punktasöfnunar þegar verslað er á staðnum.