

Tveir nýjir staðir hafa bæst við listan, það er Rauðahúsið, Eyrarbakka
Rauðahúsið býður upp á girnilega hnetusteik sem tekið er fram á enskum matseðli að hægt sé að panta vegan.
Hægt er að skoða réttinn á matseðli með því að smella hér
Einnig eru American Style staðirnir komnir á listann en þeir bjóða uppá vegan samloku á matseðli, réttur númer 36 “Las Vegan Style”, Grænmetissamloka með með pönnusteiktum lauk
og sveppum, gúrku, papriku, salati og sósu.
Við viljum endilega biðja notendur síðunnar og eins þá sem reka veitingastaði sem bjóða vegan rétti á matseðli að hafa samband við okkur ef einhverja staði vantar á listann. vegan.valkostir hjá gmail.com
Búið er að draga í facebook leik vegan valkosta og er það Harpa Rut Hafliðadóttir sem er svo heppin að vinna máltíð fyrir tvo ásamt kaffi og eftirrétt að eigin vali.
Fylgist með, því fleiri leikir eru að fara í gang á næstunni.
Nú hafa bæst við tveir nýjir staðir á listann sem taka fram að réttir þeirra séu vegan.
Sá fyrsti er veitingastaðurinn BAST Reykjavík en þau bjóða uppá mikið úrval af girnilegum réttum. Ég mæli eindregið með að þið skoðið facebook síðu staðarins, en þar setja þau inn myndir af réttunum.
Seinni staðurinn er ísbúðin Valdís, en þau hjá valdís gera ísinn á staðnum og er hægt að fá margar bragðtegundir sem ekki finnast í hefðbundnum ísbúðum, þessa er vert að skoða.
Einnig viljum við minna á facebook leikinn okkar, þar sem einn heppinn þáttakandi vinnur gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðinn Gló, gjafabréfið veitir mat og kaffi með eftirrétt að eigin vali.
Ekki missa af þessu tækifæri. Smelltu hér til að fara á facebook síðuna. Dregið verður sunnudaginn 19. Janúar.
Við ætlum að gefa gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðinn Gló!
Gjafabréfið hljóðar uppá “Yfirnáttúrulegan mat fyrir einn, með kaffi og eftirrétt að eigin vali”
Vinningshafi fær tvö slík gjafabréf og getur þessvegna boðið vini eða vinkonu með sér.
Dregið verður laugardaginn 20. júlí 2013
Vinningshafi úr seinasta leik okkar er Sigríður Sigurðardóttir.
Hún hefur unnið tvö gjafabréf á veitingastaðinn Gló og getur nú boðið einhverjum með sér í Yfirnáttúrulegan mat með kaffi og eftirrétt að eigin vali.
Í þessari viku ætlum við hinsvegar að gefa einum heppnum aðila gjafabréf að andvirði 3000kr á veitingastaðinn Serrano.
Serrano hafa merkt öll þau hráefni á staðnum sem henta vegan.
Gjafabréfið er þeim eiginleikum gætt að það er “opið”, það er að segja, það þarf ekki að nota það allt í einu heldur getur vinningshafi verslað nokkrum sinnum með sama gjafabréfinu, allt þar til að inneignin er búin.
Þannig ræður viðkomandi hvort hann bjóði einhverjum með sér eða mæti nokkur skipti.
Að því loknu er hægt að nota gjafabréfið til punktasöfnunar þegar verslað er á staðnum.
Vegan valkostir er nú loksins komið með eiginlega heimasíðu sem hýst er undir hatti Hagsmunasamtaka Grænmetisætna/Vegan á íslandi (Vegan Eyja).
Markmið
Markmið síðunnar er að halda utan um lista yfir veitinga- og skyndibitastaði sem bjóða uppá vegan rétti á matseðli og vekja þannig athygli þeirra sem lifa eða hafa áhugá að lifa vegan lífstíl, á þeim möguleikum sem í boði eru.
Það sem átt er við er að réttirnir innihaldi þá engar afurðir dýra að nokkru leiti og að ekki sé einfaldlega boðið uppá að sleppa hráefni og að ekkert komi í staðin, heldur sé rétturinn upprunarlega hugsaður vegan eða valkostur sé þar á og að rétturinn merktur sem slíkur á matseðli.
Einnig er vonað að þessi ókeypis umfjöllun verði hvatning til veitingahúsa að bjóða uppá vegan rétti á matseðli, hvort sem það aðhyllist málstaðnum eða vilji einfaldlega koma til móts við þennan ört stækkandi hóp.
Vegan valkostir hafa einnig verið með leiki á facebook síðu sinni (Vegan.valkostir) þar sem þáttakendur hafa átt kost á því að vinna gjafabréf á þau veitingahús sem fjallað er um á síðunni og viljum við benda lesendum á að fylgjast vel með þar og taka þátt, auk þess sem vinningshafar verða tilkynntir þar.
_______________________________
Sérstakar þakkir fær Sigvaldi Ástríðarson fyrir að bjóðast til að hýsa síðuna fyrir okkur auk þess viljum við þakka honum fyrir það frábæra framtak að halda úti síðunni Vegan Eyja og einnig Merkt vegan þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær vörur á íslandi sem merktar eru að henti Vegan.