Vegan valkostir er nú loksins komið með eiginlega heimasíðu sem hýst er undir hatti Hagsmunasamtaka Grænmetisætna/Vegan á íslandi (Vegan Eyja).
Markmið
Markmið síðunnar er að halda utan um lista yfir veitinga- og skyndibitastaði sem bjóða uppá vegan rétti á matseðli og vekja þannig athygli þeirra sem lifa eða hafa áhugá að lifa vegan lífstíl, á þeim möguleikum sem í boði eru.
Það sem átt er við er að réttirnir innihaldi þá engar afurðir dýra að nokkru leiti og að ekki sé einfaldlega boðið uppá að sleppa hráefni og að ekkert komi í staðin, heldur sé rétturinn upprunarlega hugsaður vegan eða valkostur sé þar á og að rétturinn merktur sem slíkur á matseðli.
Einnig er vonað að þessi ókeypis umfjöllun verði hvatning til veitingahúsa að bjóða uppá vegan rétti á matseðli, hvort sem það aðhyllist málstaðnum eða vilji einfaldlega koma til móts við þennan ört stækkandi hóp.
Facebook
Vegan valkostir hafa einnig verið með leiki á facebook síðu sinni (Vegan.valkostir) þar sem þáttakendur hafa átt kost á því að vinna gjafabréf á þau veitingahús sem fjallað er um á síðunni og viljum við benda lesendum á að fylgjast vel með þar og taka þátt, auk þess sem vinningshafar verða tilkynntir þar.
_______________________________
Sérstakar þakkir fær Sigvaldi Ástríðarson fyrir að bjóðast til að hýsa síðuna fyrir okkur auk þess viljum við þakka honum fyrir það frábæra framtak að halda úti síðunni Vegan Eyja og einnig Merkt vegan þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær vörur á íslandi sem merktar eru að henti Vegan.